Bransakjaftæði - Herdís Stefánsdóttir
Sigtryggur Baldursson spjallar við Herdísi Stefánsdóttur kvikmyndatónskáld um tónlistarferil hennar, allt frá tveggja hæða skemmtaranum til örlagaríks samtals við Jóhann Jóhannsson. Bransakjaftæði eru hlaðvarpsþættir sem fjalla um tónlistarbransann og alla hans króka og kima. Hann er hugsaður sem valdeflandi tól fyrir ungt tónlistarfólk. Í þessari nýju seríu mun Sigtryggur Baldursson spjalla við Herdísi Stefánsdóttur, Pál Ragnar Pálsson og Rubin Pollock um þeirra tónlistarferla. Framleiðandi: Tónlistarmiðstöð