
📷 Jackson Ducasse
Eldnemma morguns í miðri Airwaves vikunni síðastliðinni mætti Alaska1867 í IÐNÓ til að flytja Músalagið, glænýtt lag af væntanlegri plötu listakonunnar, fyrir The Line of Best Fit. Útkoman er þetta magnaða myndband sem er unnið af TLOBF í samstarfi við Record in Iceland.
Alaska 1867 var án efa ein af eftirtektaverðustu nýju röddunum í íslenskri tónlist árið 2025. Hún gaf út sýna fyrstu plötu 222 snemma á árinu í gegnum útgáfufyrirtækið Sticky Records sem er í eigu hins sögufræga kaffihúss Priksins. Alaska1867 átti jafnframt eitt af vinsælustu lögum ársins “Ljósin kvikna”.
Um er að ræða frumflutning á Músalaginu sem Alaska segir fjalla um forvitni og ástarsorg.

