Nordic Film Music Days

Hvar?

Berlín, Þýskaland

Áhorfendur

Næsta hátíð

14.-15. febrúar 2026

Bransafólk

Umsóknarfrestur

5. desember

Tónlistaratriði

Nordic Film Music Days eru árleg hátíð sem fer fram samhliða Berlinale-kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þar er tónskáldum frá Norðurlöndunum skapaður vettvangur til að hittast, deila reynslu og kynna verk sín fyrir kvikmyndagerðarfólki, framleiðendum og öðrum úr greininni
Hápunktur hátíðarinnar eru Harpa-verðlaunin, þar sem valið er besta kvikmynda- eða sjónvarpstónlist ársins frá Norðurlöndunum. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2010 og hafa orðið mikilvægur heiður fyrir tónskáld á svæðinu. Markmiðið er bæði að vekja athygli á norrænum kvikmyndatónskáldum og styrkja alþjóðlegt net þeirra.


Í ár býður Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við NFMD, völdum tónskáldum tækifæri til að taka þátt í tengslamyndununarfundum með framleiðendum, leikstjórum og öðrum lykilaðilum í kvikmyndabransanum á Berlinale. Sækja þarf um og fá þau tónskáld sem verða fyrir valinu ferðastyrk upp á 75.000. Þátttaka í viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en greiða þarf fyrir flug og gistingu.

Sækja um
Tákn Tónlistarmiðstöðvar